Ferðast um heiminn á vélhjólum á 90 dögum

00:00
00:00

Það er óhætt að segja að æv­in­týraþráin og leit eft­ir nýj­um áskor­un­um reki bræðurna Ein­ar og Sverri Þor­steins­syni áfram, en þann 8. maí nk. hefst ferðalag þeirra í kring­um hnött­inn á vél­hjól­um. Að sögn þeirra bræðra er þetta í fyrsta sinn sem Íslend­ing­ar gera þetta að því þeir best vita. Ef allt geng­ur sam­kvæmt áætl­un mun ferðin taka þrjá mánuði og þá verða rúm­lega 30.000 km að baki.

Að sögn þeirra bræðra hef­ur þessi hug­mynd verið lengi í far­vatn­inu enda séu þeir mikl­ir ferða- og vél­hjóla­áhuga­menn og hafa ferðast mikið sam­an. „Þetta er búið að vera gerj­ast í lang­an tíma, en nú er lag að láta draum­inn ræt­ast,“ seg­ir Sverr­ir. Sjálf­ur und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir þessa ferð hófst þó ekki af al­vöru fyrr en um ára­mót­in. Und­ir­bún­ings­vinn­an hef­ur verið mik­il enda að miklu að huga fyr­ir lang­ferð sem þessa. Til að nefna nokk­ur dæmi þá þurfa öll papp­írs­mál að vera í lagi, s.s vega­bréfs­árit­an­ir, en þeir munu á ferðalagi sínu heim­sækja 13 lönd í þrem­ur heims­álf­um. Þá eru bræðurn­ir bólu­sett­ir í bak og fyr­ir, og þá skipt­ir máli að sjálf­ir far­ar­skjót­arn­ir séu vel bún­ir fyr­ir ferðina, bæði hvað varðar ör­ygg­is­út­búnað og annað.

Bræðurn­ir leggja af stað sem fyrr seg­ir frá Reykja­vík þann 8. maí nk. Þaðan ferðast þeir til Seyðis­fjarðar, en dag­inn eft­ir sigla þeir með ferj­unni Nor­rænu til Fær­eyja. Svo er áætl­un­in að ferðast til Nor­egs, Svíþjóðar, Finn­lands, Eist­lands, Lett­lands, Lit­há­ens, Hvíta-Rúss­lands, Rúss­lands, Mong­ól­íu, Jap­ans, Banda­ríkj­anna og Kan­ada. Sverr­ir seg­ir að þeir bræður ferðist lengstu leið um hnött­inn sem hægt sé að fara ak­andi á landi.

Sverr­ir seg­ir það jafn­vel koma til greina að ferðast til Kasakst­ans, en það er óljóst sem stend­ur. Þá stend­ur til að þeir Ein­ar og Sverr­ir hitti föður sinn, Þor­stein Hjalta­son, ásamt öðrum í Los Ang­eles sem myndu þá hjóla með þeim bræðrum þvert yfir Banda­rík­in. Aðspurðir segja þeir Sverr­ir og Ein­ar að Þor­steinn faðir þeirra hafi smitað þá af ferðabakt­erí­unni.

Þeir Sverr­ir og Ein­ar segja hug­mynd­ina vera þá að njóta ferðar­inn­ar enda um mikið æv­in­týr og upp­lif­un að ræða. Þeir taka með sér mynda­vél­ar og upp­töku­vél­ar til að taka upp allt það sem fyr­ir augu og eyru ber í ferðinni. Auk þess mun Sverr­ir halda úti bloggsíðu þar sem greint verður frá ferðalag­inu í máli og mynd­um.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um ferðina er að finna á bloggsíðu Sverr­is Þor­steins­son­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka