Fleiri Svíar deyja áfengistengdum dauðdaga eftir inngöngu í ESB

Systembolaget eru ríkisreknu áfengisverslunirnar í Svíþjóð. Þær geta varla getur …
Systembolaget eru ríkisreknu áfengisverslunirnar í Svíþjóð. Þær geta varla getur keppt lengur við ótakmarkað magn af vínanda sem Svíar mega koma með til landsins frá hinum ESB-löndunum MYND/ÓÓ

Ný rann­sókn Stokk­hólms­háskóla sýn­ir að sænsk­um kon­um sem deyja vegna áfeng­isneyslu hef­ur fjölgað um 25% frá ár­inu 1997. Sænsk­um karl­mönn­um sem lát­ist hafa vegna áfeng­isneyslu fjölgaði um 10% á sama tíma­bili. Rann­sókn­in sýn­ir fylgni á milli áfengistengdra dauðsfalla og inn­göngu Svía í ESB. Fyr­ir inn­göng­una hafði sænska ríkið al­gjöra ein­ok­un á áfeng­is­versl­un í land­inu og hef­ur enn. Nú mega Sví­ar hins­veg­ar taka með sér nán­ast ótak­markað magn af vín­anda.

Sænsk­um karl­mönn­um sem hafa greinst með skorpu­lif­ur, hef­ur fjölgað um 10% á tíma­bil­inu en kon­um með skorpu­lif­ur hef­ur fjölgað um 15%. Fimm karl­menn og tvær kon­ur af hverj­um hundrað þúsund íbú­um í Svíþjóð deyja af völd­um skorpu­lif­ur.

Í kjöl­far niðurstaðanna hef­ur heil­brigðisráðherra Svía, María Lars­son, lýst því yfir að nauðsyn­legt sé að herða tak­marka­laus­an inn­flutn­ing borg­ar­anna á alkó­hóli frá öðrum ESB-lönd­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert