Michael Douglas aftur í hlutverk Gordon Gekko

Douglas í hlutverki Gekkos.
Douglas í hlutverki Gekkos.

„Pen­ing­ar sofa aldrei“ á að verða tit­ill­inn á fram­haldi mynd­ar­inn­ar Wall Street, er gerð var 1987, sem nú er í und­ir­bún­ingi, og mun Michael Douglas aft­ur leika hlut­verk fjár­mála­mó­gúls­ins Gor­don Gek­ko, að því er fram­leiðandi mynd­ar­inn­ar, Edw­ard R. Pressman, sem einnig fram­leiddi Wall Street, tjá­ir The New York Times.

„Græðgi er góð,“ er ein af þekkt­ustu setn­ing­um kvik­mynda­sög­unn­ar, en hana mælti Douglas í hlut­verki Gek­kos í Wall Street. Í ein­ræðu er hann hélt í mynd­inni sagði hann m.a. að pen­ing­ar sofi aldrei, og þaðan er tit­ill nýju mynd­ar­inn­ar feng­inn.

Gek­ko varð ímynd græðgi og yf­ir­gangs stór­fyr­ir­tækja á ní­unda ára­tugn­um, og í lok Wall Street fór hann í fang­elsi, en Pressman vildi ekki segja frá söguþræði nýju mynd­ar­inn­ar.

Það var Oli­ver Stone sem leik­stýrði Wall Street, en The New York Times seg­ir hann hafa afþakkað boð um að leik­stýra nýju mynd­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Auður, orka og aðstoð annarra koma þér til góða í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Auður, orka og aðstoð annarra koma þér til góða í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason