Samfylking og VG bæta við sig

mbl.is/Kristinn

Sam­fylk­ing­in og Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð bæta við sig fylgi í nýrri raðkönn­un Capacent Gallup fyr­ir Morg­un­blaðið og Rík­is­út­varpið, ef miðað er við könn­un sem gerð var í gær. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks og Frjáls­lynda flokks­ins er nán­ast óbreytt en fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins minnk­ar sem og Íslands­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Könn­un­in var gerð dag­ana 8. og 9. maí. Sam­kvæmt henni fær Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 35,8% fylgi og 23 þing­menn en fékk 35,9% í könn­un­inni í gær.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæl­ist 26,1% í dag en var 25% í gær. Sam­kvæmt þessu fær flokk­ur­inn 17 þing­menn.

Fylgi VG mæl­ist 15,9% í dag en mæld­ist 14,5% í gær. Sam­kvæmt því fær flokk­ur­inn 10 þing­menn.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ist í dag 13,6%, sem þýðir 9 þing­menn, en fylgi flokks­ins mæld­ist 14,6% í gær.

Fylgi Frjáls­lynda flokks­ins mæl­ist 6,5% í dag en 6,6% í gær. Sam­kvæmt því fær flokk­ur­inn 4 þing­menn.

Fylgi Íslands­hreyf­ing­ar­inn­ar mæl­ist 2% í dag en mæld­ist 3,3% í gær.

Síðasti þingmaður inn, sam­kvæmt könn­un­inni, er fram­sókn­ar­maður en næsti maður inn er sjálf­stæðismaður. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þarf þó að bæta nokkru við sig til að fella 9. mann Fram­sókn­ar­flokks­ins.

89,5% nefndu flokk í könn­un­inni. 4,6% neituðu að svara, 2,9% sögðust óákveðin og 3% sögðust ætla að skila auðu. Vik­mörk eru á bil­inu 1,1-3,7% eft­ir flokk­um.

Úrtakið í könn­un­inni var til­vilj­unar­úr­tak úr þjóðskrá. Í því voru 1097 manns 18 ára og eldri. Nettósvar­hlut­fall var 64,2%. Fylgistöl­ur eru reiknaðar út frá svör­um við þrem­ur spurn­ing­um: „Ef kosið yrði til Alþing­is í dag, hvaða flokk eða lista mynd­ir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokk­ur eða listi yrði lík­leg­ast fyr­ir val­inu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er lík­legra að þú kys­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn eða ein­hvern hinna flokk­anna?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert