Framundan er heitt sumar í Danmörku - óvíst með íslenska sumarið

Vonandi á Magnús Pálsson á Egilsstöðum eftir að sleikja sólskinið …
Vonandi á Magnús Pálsson á Egilsstöðum eftir að sleikja sólskinið í sumar líkt og hann gerði í 16 stiga hita í apríl síðastliðnum

Allar líkur eru á að sumarið í Danmörku verði heitara en í fyrra sem var eitt það heitasta um árabil. Þetta sýna útreikningar dönsku veðurstofunnar, DMI, en sérfræðingar þar reikna með að það verði um 0,7 gráðum heitara en í meðalári og verður því sumarið það heitasta í 150 ára sögu veðurmælinga í Danmörku. Allt útlit er fyrir heitt sumar í Evrópu en alls óvíst er með hið íslenska sumar segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á spádeild Veðurstofu Íslands, er varkár í yfirlýsingum um útlit íslenska sumarsins; „Spár dönsku veðurstofunnar eru byggðar á tölfræði Evrópsku veðurreiknimiðstöðvarinnar (ECMWF) í Redding í Bretlandi en ekki spálíkönum og því er mjög varasamt að draga þær ályktanir að sumrið verði gott í ár, þó að tölfræðin gefi líkur á því. Nánast útilokað er að leggja eingöngu út frá tölfræðinni og spá með óyggjandi hætti um íslenska sumarið." Óli Þór segir að úrkoma og hiti að undanförnu séu meira og minna nærri meðallagi hér á landi. „En út frá þeirri staðreynd að undanfarin ár hafa sumur sífellt verið hlýrri er ekkert óeðlilegt að ætla að framhald verði á hlýnuninni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert