Látin laus samkvæmt læknisráði

Þrátt fyrir að Paris Hilton hafi verið látin laus úr fangelsi fyrr í dag þá getur hún ekki mætt í teiti hjá vinum og kunningjum á næstunni. Hún mun sitja í stofufangelsi þar til refsivistinni er lokið og eins þarf hún að ganga með ökklaband með staðsetningartæki í næstu 40 daga. Var Hilton látin laus úr fangelsi samkvæmt læknisráði en hún hefur einungis setið inni í þrjá daga af 23.

Samkvæmt Fréttavef BBC hafa yfirvöld neitað að skilgreina nánar hvað fellst í „samkvæmt læknisráði" né hvert heilsufar hennar er.

Hilton var dæmd í fangelsi fyrir að hafa ítrekað ekið undir áhrifum áfengis og fyrir að að hafa brotið skilorð. Upphaflega var hún dæmd til þess að sitja inni í 45 daga bak við lás og slá en síðar var dómurinn styttur í 23 daga. Var þá tekið fram að ekki væri möguleiki á að sá dómur yrði styttur.

Vaxmynd af Paris Hilton í fangabúning
Vaxmynd af Paris Hilton í fangabúning AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir