Látin laus samkvæmt læknisráði

Þrátt fyrir að Paris Hilton hafi verið látin laus úr fangelsi fyrr í dag þá getur hún ekki mætt í teiti hjá vinum og kunningjum á næstunni. Hún mun sitja í stofufangelsi þar til refsivistinni er lokið og eins þarf hún að ganga með ökklaband með staðsetningartæki í næstu 40 daga. Var Hilton látin laus úr fangelsi samkvæmt læknisráði en hún hefur einungis setið inni í þrjá daga af 23.

Samkvæmt Fréttavef BBC hafa yfirvöld neitað að skilgreina nánar hvað fellst í „samkvæmt læknisráði" né hvert heilsufar hennar er.

Hilton var dæmd í fangelsi fyrir að hafa ítrekað ekið undir áhrifum áfengis og fyrir að að hafa brotið skilorð. Upphaflega var hún dæmd til þess að sitja inni í 45 daga bak við lás og slá en síðar var dómurinn styttur í 23 daga. Var þá tekið fram að ekki væri möguleiki á að sá dómur yrði styttur.

Vaxmynd af Paris Hilton í fangabúning
Vaxmynd af Paris Hilton í fangabúning AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar svo að njóta athygli vinnufélaga þinna að þú ert reiðubúinn að leggja ýmislegt á þig. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur að þér og bíddu fram yfir helgi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar svo að njóta athygli vinnufélaga þinna að þú ert reiðubúinn að leggja ýmislegt á þig. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur að þér og bíddu fram yfir helgi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant