Apple hefur hafið samkeppni við Explorer-vafra Microsoft og Firefox-vafra Mozilla með því að hleypa af stokkunum Safari-vafra fyrir sem er hannaður fyrir Windows-stýrikerfið.
Steve Jobs, forstjóri Apple, segir að fyrirtækið „hugsi stórt“ og vilji auka markaðshlutdeild Safari, sem nú er um 4,9%.
Jobs lét þessi ummæli falla á ráðstefnu fyrir hönnuði Apple-vara, sem fram fór í San Francisco í Kaliforníu, segir á fréttavef BBC.
Hann sagði að Safari væri „fljótasti vafrinn fyrir Windows“, en hann segir að hann sé tvöfalt hraðari en Internet Explorer.
Hægt er að hlaða niður tilraunaútgáfu Safari fyrir Windows XP og Vista á vefsíðu Apple. Fyrirtækið vonast til þess að Safari muni verða jafn vinsæll og iTunes tónlistarforritið sem nýtur gríðarlegra vinsælda jafnt hjá Apple- og Windows-notendum