Mótmælendur Saving Iceland loka Snorrabraut

Lögregla tók á mótmælendum.
Lögregla tók á mótmælendum. mbl/Frikki

Aðgerðarsamtökin Saving Iceland stóðu fyrir götupartýi í Öskjuhlíð í Reykjavík í dag. Hópurinn hefur nú fært sig niður á Snorrabraut, sem er lokuð til norðurs við Flókagötu. Þrír hafa verið handteknir fyrir að veitast að lögreglu við skyldustörf, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mikill viðbúnaður lögreglu er á svæðinu. Við Bergþórugötu eru nokkrir tugir mótmælenda sem syngja og dansa upp á bílum. Í fréttum Útvarpsins sagði að hópurinn hafi ætlað ganga niður Laugarveg en lögreglan hafi komið í veg fyrir það.

Þá voru mótmælendur með hljóðkerfi í bíl, sem lögregla bað þá um að slökkva á. Þegar því var ekki hlýtt braut lögregla rúðu bílsins og kippti lyklunum úr, að sögn sjónarvotts.

Umhverfisverndar sinnar mótmæla við Snorrabraut í Reykjavík.
Umhverfisverndar sinnar mótmæla við Snorrabraut í Reykjavík. mbl/Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert