Rasmussen rekinn úr hjólreiðalandsliði Dana

Michael Rasmussen í gulu treyjunni eftir að hafa sigrað á …
Michael Rasmussen í gulu treyjunni eftir að hafa sigrað á áttundu leið þann 15. júli sl. Reuters

Danski hjólreiðakappinn Michael Rasmussen hefur verið rekinn úr hjólreiðalandsliði Dana og honum verið tilkynnt að hann taki hvorki þátt í næsta heimsmeistaramóti, né næstu Ólympíuleikum. Rasmussen er fremstur í Tour de France hjólreiðakeppninni sem nú stendur yfir, eftir að ellefu leiðir hafa verið hjólaðar.

Jesper Worre forstjóri dönsku hjólreiðasamtakanna, DCU, sagði við danska ríkissjónvarpið í dag að Resmussen hefði fengið fjölda viðvarana fyrir að leyna því fyrir lyfjaeftirliti hvar hann stundi æfingar.

Sagði Worre að samtökin litu málið mjög alvarlegum augum og mun Rasmussen þegar hafa verið tilkynnt um þetta þann 26. júní sl.

Rasmussen keppir fyrir Rabobank liðið í Frakklandshjólreiðunum og er 2 mínútum og 35 sekúndum á undan Spánverjanum Alejandro Valverde eftir 11 leiðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert