Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn

Lögreglumenn lokuðu vettvangi skotárásarinnar.
Lögreglumenn lokuðu vettvangi skotárásarinnar. mbl.is/Sverrir

Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík laust fyrir hádegi í dag er látinn, samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Maðurinn fékk eitt skot í brjóstholið. Hann var fluttur á slysadeild þar sem hann var úrskurðaður látinn laust fyrir klukkan eitt.

Lögreglunni barst tilkynning um blóðugan mann við sundlaugarnar í Laugadal klukkan 11.42 í dag. Í ljós kom að hann hafði orðið fyrir árás á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar, og síðar var staðfest að hún skotárás hafði verið að ræða. Fórnarlambið var karlmaður, fæddur 1972.

Að sögn lögreglunnar hefur enginn verið handtekinn vegna málsins, og árásarmannsins, sem mun hafa verið einn að verki, er leitað. Engin vitni hafa gefið sig fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert