Bandarískur þingmaður í kynlífshneyksli

00:00
00:00

Banda­ríski þingmaður­inn Larry Craig berst nú fyr­ir póli­tísku lífi sínu eft­ir að hann var hand­tek­inn á sal­erni á flug­vell­in­um í Minn­ea­pol­is í júní og ákærður fyr­ir að ósiðlega fram­komu gagn­vart öðrum karl­manni. Craig játaði þá brot sitt og slapp með smá­vægi­lega sekt en nú hef­ur málið kom­ist í fjöl­miðla og í kjöl­farið hef­ur Craig gefið yf­ir­lýs­ing­ar um að hann sé sak­laus og ekki sam­kyn­hneigður.

Craig, sem er 62 ára og hóf ný­lega þriðja kjör­tíma­bil sitt sem þingmaður re­públi­kana fyr­ir Ida­ho, kom fram á blaðamanna­fundi í gær­kvöldi ásamt eig­in­konu sinni og reyndi að skýra gerðir sín­ar. Sagði hann sér­kenni­lega hegðun sína á flug­vell­in­um hafa stafað af því að stærsta blað Ida­ho hefði verið að rann­saka fortíð hans.

Blaðið Ida­ho Statesm­an birti í gær langa grein þar sem kem­ur fram að Craig hafi áður sýnt af sér hegðun sem bendi til sam­kyn­hneigðar. Craig margít­rekaði á blaðamanna­fund­in­um að hann væri ekki sam­kyn­hneigður og sagði blaðið stunda norna­veiðar. Blaðið svaraði með yf­ir­lýs­ingu og sagði að staðreynd­irn­ar töluðu sínu máli.

„Ég sýndi ekki af mér óviðeig­andi hegðun á flug­vell­in­um í Minn­ea­pol­is eða ann­arstaðar en ég ákvað að játa á mig smá­vægi­legt brot í þeirri von að mál­inu yrði þar með lokið," sagði Craig. „Það er þó ljóst, að gerðir mín­ar hafa varpað skugga á Ida­ho og ég bið íbúa Ida­ho af­sök­un­ar á því."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert