Móðir Madeleine hugsanlega ákærð fyrir manndráp af gáleysi

00:00
00:00

Kate McCann, móðir Madeleine McCann, fjög­urra ára breskr­ar stúlku sem hvarf í Portúgal í byrj­un maí, verður hugs­an­lega ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi, að sögn bresku Sky sjón­varps­stöðvar­inn­ar. Lög­regl­an í Portúgal hef­ur form­lega gert Kate McCann grein fyr­ir því, að hún hafi nú stöðu grunaðs manns í rann­sókn máls­ins.

Kate kom aft­ur til yf­ir­heyrslu í dag hjá lög­reglu í Portúgal en hún var yf­ir­heyrð í 11 klukku­stund­ir í gær. Sky seg­ir að leif­ar af blóði úr Madeleine hafi fund­ist í bíl, sem McCann fjöl­skyld­an leigði í Portúgal 25 dög­um eft­ir að litla stúlk­an hvarf.

Gert er ráð fyr­ir að portú­galska lög­regl­an yf­ir­heyri Gerry McCann, faðir Madeleine, síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert