Móðir Madeleine hugsanlega ákærð fyrir manndráp af gáleysi

Kate McCann, móðir Madeleine McCann, fjögurra ára breskrar stúlku sem hvarf í Portúgal í byrjun maí, verður hugsanlega ákærð fyrir manndráp af gáleysi, að sögn bresku Sky sjónvarpsstöðvarinnar. Lögreglan í Portúgal hefur formlega gert Kate McCann grein fyrir því, að hún hafi nú stöðu grunaðs manns í rannsókn málsins.

Kate kom aftur til yfirheyrslu í dag hjá lögreglu í Portúgal en hún var yfirheyrð í 11 klukkustundir í gær. Sky segir að leifar af blóði úr Madeleine hafi fundist í bíl, sem McCann fjölskyldan leigði í Portúgal 25 dögum eftir að litla stúlkan hvarf.

Gert er ráð fyrir að portúgalska lögreglan yfirheyri Gerry McCann, faðir Madeleine, síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert