Banaslys varð á Suðurlandsvegi í Ölfusi á sjöunda tímanum í kvöld. Fólksbifreið á austurleið lenti framan á vörubifreið sem kom á móti. Ökumaður fólksbílsins var einn á ferð og er talið að hanni hafi látist samstundis. Ökumaður vörubílsins var fluttur á slysadeild en talið var að hann hefði sloppið með minniháttar meiðsl.
Um aðdraganda slyssins er ekki vitað annað en að framendar ökutækjana lentu saman, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi, sem fer með rannsókn málsins. Hefur hún kallað sérfræðinga sér til aðstoðar við að rannsaka ökutækin.
Suðurlandsvegur var lokaður í nokkarar klukkustundir og umferð beint á Hvammsveg á meðan vettvangsvinna fór fram. Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem voru sjónarvottar að árekstrinum eða aðdraganda hans að hafa samband í síma lögreglunnar 480 1010.