Duxbury tekur við daglegum rekstri af Eggerti

Eggert Magnusson.
Eggert Magnusson. Reuters.

Scott Duxbury, sem hefur verið aðstoðarmaður Eggerts Magnússonar hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham, mun taka við daglegum rekstri félagsins af Eggerti. Í samtali við mbl.is sagði Eggert að þetta væri eðlilegt skref fyrir félagið en hann mun áfram vera stjórnarformaður félagsins.

„Þegar við tókum við félaginu í fyrra þá var það aldrei ætlun mín að vera í daglegum rekstri félagsins, 24 tíma á dag. Ég tók hinsvegar við rekstri félagsins í upphafi þar sem að málin þróuðust með þeim hætti. Það hefur mikið gengið á hjá okkur á undanförnum mánuðum en við töldum að það væri rétti tíminn fyrir okkur að gera þessar breytingar. Í raun þurfti ég að fá tíma til þess að anda. Það hefur verið mikið að gera og núna get ég einbeitt mér að öðrum hlutum sem snúa að framtíðarsýn félagsins,“ sagði Eggert.

Björgólfur Guðmundsson eigandi West Ham mun í framtíðinni taka meiri þátt í starfi félagsins en Björgólfur er titlaður sem heiðurforseti félagsins til lífstíðar. Hann er jafnframt formaður eignarhaldsfélagsins West Ham United Holding, sem á West Ham.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert