Sjúkraflutningavél sem átti að flytja sjúkling til Ísafjarðar villtist af leið í gær og lenti næstum því á Akureyri í stað Ísafjarðar. Árvökull slökkviliðsmaður fr Slökkviliði Akureyrar sem fylgdi sjúklingi uppgötvaði mistökin þegar flugvélin var í aðflugi að Akureyrarflugvelli. Var því hætt við lendingu og vélinni snúið til Ísafjarðar.
Flugið tafðist um rúma hálfa klukkustund. Ekki varð sjúklingnum meint af fluginu og að því er fram kemur á vef Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar var hann hinn kátasti með aukaflugtúrinn.