Fimmmenningarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Fimmmenningarnir sem handteknir voru í dag vegna fíkniefnamálsins á Fáskrúðsfirði …
Fimmmenningarnir sem handteknir voru í dag vegna fíkniefnamálsins á Fáskrúðsfirði hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald mbl.is/Kristinn

Fimm­menn­ing­arn­ir sem hand­tekn­ir voru í dag vegna fíkni­efna­máls­ins á Fá­skrúðsfirði, lík­lega því stærsta sem upp hef­ur komið hér á landi, hafa sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald, flest­ir til 18. októ­ber næst­kom­andi. Menn­irn­ir, sem eru all­ir á þrítugs- og fer­tugs­aldri. voru færðir fyr­ir dóm­ara í kvöld sem tók fyr­ir beiðni lög­reglu um gæslu­v­arðhald yfir þeim.

Menn­irn­ir eru tald­ir tengj­ast einu um­fangs­mesta fíkni­efna­smygli sem upp hef­ur kom­ist hér á landi, en hald var lagt á 50 - 60 kíló af am­feta­míni sem smyglað hafði verið til lands­ins með skútu til Fá­skrúðsfjarðar frá Dan­mörku um Fær­eyj­ar.

Auk þeirra sem hand­tekn­ir voru hér á landi var einn hand­tek­inn í Nor­egi, þaðan sem skút­an er, og tveir í Dan­mörku. Á vef danska blaðsins Berl­ingske Tidende seg­ir að við leit hafi fíkni­efni fund­ist hjá Íslend­ing­un­um tveim­ur sem hand­tekn­ir voru í Kaup­manna­höfn, en það mun hafa verið lít­il­ræði.

mbl.is/​Krist­inn
mbl.is/​Krist­inn
mbl.is/​Krist­inn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert