Landsliðið hefur æfingar á morgun

Búist er við allt að 80 þúsund manns á svæðið …
Búist er við allt að 80 þúsund manns á svæðið um helgina. mbl.is

Íslenska landsliðið í motocross mun hefja æfingar á Budds Creek brautinni í Maryland á morgun en það er í fyrsta sinn sem liðið fær að prufa brautina sem mótið fer fram í. Aðalkeppnin fer fram á sunnudag og munu þá íslensku kapparnir etja kappi við fremstu ökumenn heims.

Motocross of nations er oft kallað heimsmeistarakeppnin í motocross en í ár taka 35 þjóðir þátt í mótinu. Hver þjóð sendir þrjá ökumenn út á sínum vegum, einn í hvern flokk og eru svo stigin reiknuð saman og stigahæðsta þjóðin sigrar.Á meðal keppenda í mótinu eru Ricky Carmichael, Ryan Villopoto, Grant Langston, Ben Townley og fleirri heimsfrægir ökumenn. Búist er við allt að 80 þúsund manns á svæðið en skipulagðar ferðir voru farnar frá Íslandi fyrr í vikunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert