Fundust eftir að hafa setið föst í bifreið síðan á föstudag

Víti og Öskjuvatn í baksýn
Víti og Öskjuvatn í baksýn mbl.is/Friðþjófur

Tékk­neskt par sem byrjað var að grennsl­ast fyr­ir um í gær fannst í bif­reið sinni við Upp­typp­inga í ná­grenni Öskju fyrr í dag. Er talið að parið hafi hafst við í bif­reiðinni frá því á föstu­dag en mik­ill snjór er á svæðinu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu. Verið er að sækja fólkið og bif­reið þeirra en ferðin sæk­ist hægt þar sem það er mjög þung­fært á þess­um slóðum.

Maður­inn sem starfar við Héðins­fjarðargöng mætti ekki til vinnu á mánu­dag eins og til stóð og var í gær byrjað að svip­ast um eft­ir þeim. Að sögn lög­reglu var ferð þeirra rak­in til Fella­bæj­ar á föstu­dag. Í morg­un stóð til að kalla út björg­un­ar­sveit­ir en áður en leit hófst fannst fólkið heilt á húfi. Parið var á litl­um fjór­hjóla­drifn­um pall­bíl en sam­kvæmt lög­reglu er ekki ráðlagt að vera á ferð á þess­um slóðum á öðrum bif­reiðum en sér­út­bún­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert