Nauðgun er sálarmorð

„Mér finnst hann fá léttan dóm og með því fannst mér ég fá þungan dóm,“ segir kona á þrítugs aldri sem varð fórnarlamb nauðgunar árið 2004. Maðurinn sem braut gegn henni situr nú í fangelsi en hlaut ekki langan dóm.

Blaðið sagði frá því í gær að meðaltal hæstaréttardóma í kynferðisbrota mál um á síðustu níu árum er tæplega tvö ár.

„Það er svo erfitt fyrir manneskju í minni stöðu að skilja þetta kerfi af því að ég tek ósjálfrátt mið af öllum öðrum dómum í annars konar málum. Manni finnst svo erfitt að skilja hvernig hægt er að leggja svona létt vægt mat á svona verknað. Hversu mikið þarf þolandi að ganga í gegnum til að viðkomandi fái sextán ára dóm? Er hægt að ganga lengra? Það má líkja nauðgun við morð, af því að hún er sálarmorð,“ segir viðmælandi Blaðsins.

Sjá nánar í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert