Ólafur Ragnar flaug til Kína í boði Glitnis

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Hu Jintao, forseti Kína
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Hu Jintao, forseti Kína

For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, flaug til Kína í boði Glitn­is þann 1. októ­ber sl. Þetta kem­ur fram í svari for­seta­embætt­is­ins til Frétta­vefjar Morg­un­blaðsins vegna fyr­ir­spurn­ar þar að lút­andi. Kem­ur fram í svar­inu að það hafi verið for­set­an­um ánægju­efni að þiggja gott boð Glitn­is um að vera meðal farþega í sér­stakri vél sem fór beint frá Kefla­vík síðdeg­is þann 1. októ­ber.

„For­seti Kína, Hu Jintao, bauð for­seta Íslands til fund­ar kl. 10:10 þriðju­dag­inn 2. októ­ber þar sem rætt skyldi um sam­vinnu land­anna á sviði viðskipta, vís­inda, tækni, mennta og menn­ing­ar. Að fund­in­um lokn­um byði for­seti Kína for­seta Íslands til há­deg­is­verðar og síðan að vera með sér á setn­ing­ar­hátíð Special Olympics, íþrótta­hátíðar þroska­heftra og sein­færra ein­stak­linga frá 165 lönd­um.

Ekk­ert af þessu hefði verið mögu­legt ef for­seti Íslands hefði farið með áætl­un­ar­flugi frá Íslandi eft­ir setn­ingu Alþing­is þann 1. októ­ber þar eð tíma­mun­ur milli Íslands og Kína er 8 klukku­stund­ir og flugið með milli­lend­ingu langt. Með því móti hefði for­seti ekki komið til Kína fyrr en að morgni 3. októ­ber að kín­versk­um tíma.

Það var for­seta Íslands því ánægju­efni að þiggja gott boð Glitn­is um að vera meðal farþega í sér­stakri vél sem fór beint frá Kefla­vík síðdeg­is þann 1. októ­ber. Glitn­ir er einn helsti styrkt­araðili að þátt­töku Íslend­inga í Special Olympics. Með því tókst for­seta að ná fundi með for­seta Kína og reynd­ist sá fund­ur afar ár­ang­urs­rík­ur og lagði grund­völl að enn öfl­ugri sam­vinnu land­anna á fjöl­mörg­um sviðum og einnig að sitja há­deg­is­verðarboð for­seta Kína og vera við hlið hans á hinni glæsi­legu setn­ing­ar­hátíð Special Olympics, mestu íþrótta­hátíð þroska­heftra og sein­færra ein­stak­linga sem hald­in hef­ur verið og stærsta íþróttaviðburði árs­ins í ver­öld­inni. Flug­vél­in lenti í Shang­hai tæp­um hálf­tíma áður en fund­ur for­set­anna átti að hefjast," sam­kvæmt svari frá for­seta­embætt­inu til Frétta­vefjar Morg­un­blaðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert