Engin kona í stjórnum Kaupþings og Glitnis í Noregi

Kaupt­hing ASA, dótt­ur­fé­lag Kaupþings banka í Nor­egi, og Glitn­ir Secu­rities ASA, dótt­ur­fé­lag Glitn­is banka, eru meðal 90 al­menn­ings­hluta­fé­laga þar sem aðeins karl­ar sitja í stjórn. Norsk stjórn­völd segja, að upp­fylli fyr­ir­tæki ekki kröf­ur þarlendra nýrra laga um að minnsta kosti 40% stjórn­ar­manna séu kon­ur verði þeim lokað á fyrri hluta næsta árs.

Af­ten­posten hef­ur eft­ir Ka­rita Bekk­emell­em, jafn­rétt­is­ráðherra Nor­egs, að nú sé kom­inn tími til að fram­fylgja lög­un­um af hörku og fyr­ir­tæki fái frest til 1. janú­ar til að upp­fylla laga­skyld­ur sín­ar.

Nýj­ar töl­ur sýna, að af 580 al­menn­ings­hluta­fé­lög­um upp­fylla 140 ekki laga­kröf­ur um að minnsta kosti 40% stjórn­ar­manna séu kon­ur. Þar af eru 90 fé­lög þar sem aðaeins karl­ar sitja í stjórn. Alls vant­ar 200 kon­ur í stjórn­ir þess­ara fé­laga.

Bekk­emell­em seg­ir, að fyr­ir­tæki fái fyrst sent bréf þar sem þeim er gef­inn fjög­urra vikna frest­ur til að bæta úr. Eft­ir það verður fyr­ir­tækj­un­um lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK