Ekki ný hugmynd að gera evru að starfsrækslugjaldmiðli Kaupþings

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, segir að sú ákvörðun Kaupþings að gera evru að starfrækslugjaldmiðli bankans ekki nýja að nálinni þar sem hugmynd þar um hafi komið upp á síðasta ári og hún rædd ítarlega á þeim tíma. Að sögn Sigurðar ákvað stjórn Kaupþings þá að fara ekki strax út í breytinguna en þess í stað nýtt undanþága frá Seðlabanka Íslands um frávik í gjaldeyrisjöfnuði. Sem þýðir að búið er að flytja meginhluta af eigið fé bankans í erlenda mynt. Því muni þessi breyting nú hafa lítil áhrif á ytra umhverfi bankans, s.s. íslensku krónuna, en þess meiri áhrif innan bankans.

Í samræmi við lög um alþjóðlega reikningsskilastaðla

Í lögum um ársreikninga er veitt heimild til uppgjörs í erlendum gjaldmiðli að viðkomandi gjaldmiðill teljist vera starfrækslugjaldmiðill félagsins sem í hlut á, en starfrækslugjaldmiðill er sá gjaldmiðill sem vegur hlutfallslega mest allra gjaldmiðla í viðskiptum félags eða samstæðu og meginhluti viðskipta félags eða samstæðu fer fram í.

Erlendi gjaldmiðillinn sem sótt er um heimild til uppgjörs í verður m.ö.o. að vega þyngra en íslenska krónan í viðskiptum hlutaðeigandi félags. Við mat á því í hvaða gjaldmiðli meginhluti viðskipta fer fram skal litið heildstætt til tekna, gjalda, eigna, skulda og annarra viðskiptalegra þátta í rekstri viðkomandi félags. Með reglugerðinni eru og sett nánari ákvæði varðandi eftirlit með því að félög sem fengið hafa heimild til uppgjörs í erlendum gjaldmiðli uppfylli skilyrðin fyrir heimildinni.

Að sögn Sigurðar er þessi ákvörðun Kaupþings nú í samræmi við lög sem Alþingi hefur sett um alþjóðlega reikningsskilastaðla. „Samkvæmt þeim ber okkur að gera upp í þeirri mynt sem mikilvægust er fyrir bankann."

Evran mikilvægasti gjaldmiðillinn í starfsemi Kaupþings

Sigurður segir að Kaupþing fari þessa leið nú þar sem evran er orðin mikilvægasti gjaldmiðillinn í starfsemi bankans. „Evran er langmikilvægust varðandi fjármögnun bankans. Evran er langmikilvægust hvað varðar efnahagsreikning bankans. Hún er langmikilvægust hvað varðar rekstrarreikning bankans. Af því leiðir að evran á að vera starfsrækslumynt bankans í samræmi við þau lög sem gilda um alþjóðlega reikningsskilastaðla. Þar fyrir utan er þetta í samræmi við starfsemi bankans þar sem krónan skiptir litlu máli í heildarstarfsemi Kaupþings. Þar fyrir utan að þegar svo er komið þá skilja erlendir fjárfestar og greiningaraðilar lítið í því að við skulum nota krónuna sökum þess hve sveiflukennd hún er. Í því sambandi eru engin rök fyrir því að japanska jenið eða pundið sveiflist líka. Þar sem því er þannig farið að mun fleiri fylgjast með sveiflum þeirra gjaldmiðla heldur en krónunni," segir Sigurður Einarsson.

Sigurður segir að þessi breyting úr krónum í evrur hafi ekkert með það að gera að flytja höfuðstöðvar Kaupþings frá Íslandi né sé bankinn með einhverjar meiningar varðandi íslensku krónuna með því að taka þessa ákvörðun nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka