Fá loks viðeigandi útför, áratugum síðar

Nærri tvö þúsund manns sem sóvéska leynilögreglan myrti á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina hafa loks fengið viðeigandi útför. Líkamsleifar fólksins voru grafnar upp í skógum í kring um þorpið Bykovna i útjaðri Kiev, en úkraínsk stjórnvöld telja að tugir þúsunda manna hafi verið jarðaðir þar í fjöldagröfum á fjórða áratug síðustu aldar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert