Óvenju róleg nótt í Reykjavík

Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í nótt …
Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í nótt og fá brot á lögreglusamþykkt. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Óvenju rólegt var í miðbæ Reykjavíkur í nótt að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það gistu einungis þrír í fangageymslunum í nótt og það telst mjög sérstakt því venjulega er hér troðfullt í hverjum klefa og oft nauðsynlegt að senda fólk til Hafnarfjarðar," sagði varðstjóri. Þeir sem gistu hjá lögreglunni í nótt gerðu það því þeir voru ósjálfbjarga vegna ölvunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka