15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum

Fimmtán ára göm­ul stúlka, sem grunuð var um að hafa framið rán í borg­inni Aba­etetuba í Para­fylki í Bras­il­íu, var höfð í fanga­klefa með 20-34 karl­mönn­um í rúm­an mánuð. Að sögn þarlendra mann­rétt­inda­sam­taka var stúlk­unni nauðgað stöðugt á meðan hún var í klef­an­um. Málið hef­ur vakið mik­inn óhug í Bras­il­íu.

Frétta­stof­an AFP hef­ur eft­ir Mi­ere Cohen, for­manni mann­rétt­indaráðs bras­il­ískra lög­manna, að stúlk­unni hafi verið nauðgað ótal sinn­um og hún neydd til að taka þátt í ým­is­kon­ar kyn­lífs­at­höfn­um til að fá mat.

Bras­il­ísk­ir fjöl­miðlar segja, að fyr­ir skömmu hafi 23 ára göm­ul kona verið sett í fanga­klefa með allt að 70 karl­mönn­um í sama fylki.

Cohen seg­ir, að stúlk­an hafi verið hand­tek­in í októ­ber grunuð um rán. Lög­regl­an geti hins veg­ar ekki upp­lýst hvaða rán sé um að ræða og stúlk­an var aldrei ákærð.

Ana Ju­lia Carepa, fylk­is­stjóri í Para, seg­ir að málið verði rann­sakað og þeir sem beri ábyrgðina fái refs­ingu. Hef­ur þeim lög­reglu­mönn­um, sem lokuðu stúlk­una inni, verið vikið frá störf­um meðan rann­sókn fer fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert