Nýbúar bragða á íslenskum jólum

mbl.is/vf.is

Fjöl­mennt var á kynn­ingu á ís­lensk­um jólasiðum í bóka­safni Reykja­nes­bæj­ar í morg­un. Kynn­ing­in var hald­in af Reykja­nes­bæ fyr­ir ný­búa í bæj­ar­fé­lag­inu og voru pólsk­ar fjöl­skyld­ur fjöl­menn­ar á kynn­ing­unni í morg­un. Kynn­ing­in fór fram á ís­lensku og var jafn óðum þýdd yfir á pólsku. Þetta kem­ur fram á vef Vík­ur­frétta.

Eft­ir að fræðslu um ís­lenska jólasiði lauk var gest­um boðið upp á að „smakka á jól­un­um“ en boðið var upp á heitt súkkulaði, pip­ar­kök­ur og að sjálf­sögðu laufa­brauð.

Hjá Reykja­nes­bæ er vax­andi þjón­usta við ný­búa og í þeirra hópi eru Pól­verj­ar fjöl­menn­ast­ir eða um 800 manns sem búa í bæj­ar­fé­lag­inu. Marg­ir þeirra eru hingað komn­ir til að setj­ast að með sín­ar fjöl­skyld­ur, en það var ein­mitt fjöl­skyldu­fólk sem var fjöl­mennt á þess­ari fjöl­menn­ing­ar­hátíð á bóka­safn­inu í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka