Ísland með Hollandi og Noregi

Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson Matthías Árni Ingimarsson

Dregið var í dag í riðla fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sem fram fer í Suður-Afríku árið 2010. Ísland er í 9. riðli sem er aðeins með 5 liðum og þar eru einnig Holland, Skotland, Noregur og Makedónía.

Dregið var í riðla í Durban í Suður-Afríku og voru forsvarsmenn Knattspyrnusambands Íslands viðstaddir, þeir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ og landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson.

Ísland hefur 25 sinnum leikið gegn Norðmönnum. Þar hefur Ísland haft betur í 7 leikjum, en Norðmenn í 13. Markatalan er 24.51 -Noregi í vil.
Ísland hefur einu sinni sigrað Holland í 11 viðureignum. Hollendingar hafa 5 sinnum sigrað en 6 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 9:35 Hollendingum í vil.


Aðeins tvívegis hefur Ísland leikið gegn Makedóníu og er það eina liðið fyrir utan Skotland sem Ísland hefur ekki lagt að velli í riðlinum. Makedónía hefur fagnað sigri í einum leik gegn Íslendingum og í hinni viðureigninni varð jafntefli niðurstaðan. Markatalan er 2:1 fyrir Makedóníu.

Ísland hefur 5 sinnum leikið gegn Skotum. Tvisvar hefur leikjunum lokið með jafntefli en Skotar hafa sigrað í þremur leikjum. Ísland hefur aðeins einu sinni komið boltanum í netið gegn Skotum en þeir hafa skorað 9 mörk gegn íslenska landsliðinu. Í fyrsta skipti var byggt á heimslista FIFA við röðun í styrkleikaflokkana.

Sigurvegari hvers riðils tryggir sér þátttökurétt á HM í Suður Afríku. Þær 8 þjóðir með bestan árangur í öðru sæti riðlanna 9 fara síðan í umspil. Þar er leikið heima og heiman og sigurþjóðirnar fjórar tryggja sér sæti á HM, alls 13 þjóðir

Riðill 9. Holland, Skotland, Noregur, Makedónía, Ísland.

Riðill 1. Portúgal, Svíþjóð, Danmörk, Ungverjaland, Albanía, Malta.

Riðill 2. Grikkland, Ísrael, Sviss, Moldavía, Lettland, Luxemborg.

Riðill 3. Tékkland, Pólland, N-Írland, Slóvakía, Slóvenía, San Marínó.

Riðill 4. Þýskaland, Rússland, Finnland, Wales, Aserbaídsjan, Liechtenstein.

Riðill 5. Spánn, Tyrkland, Belgía, Bosnía, Armenía, Eistland.

Riðill 6. Króatía, England, Úkraína, Hvíta-Rússland, Kasakstan ,Andorra.

Riðill 7. Frakkland, Rúmenía ,Serbía, Litháen, Austurríki, Færeyjar.

Riðill 8. Ítalía, Búlgaría, Írland, Kýpur, Georgía, Svartfjallaland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert