Kennari fundinn sekur í bangsamáli

00:00
00:00

Dóm­stóll í Súd­an hef­ur dæmt bresk­an kenn­ara í fang­elsi fyr­ir að hafa van­virt trú­ar­brögð mús­líma þegar hún leyfði börn­um sem hún kenn­ir að nefna bangsa Múhameð.

Gilli­an Gib­b­ons, sem er 54 ára, var dæmd í 15 daga fang­elsi, en réttað var í máli henn­ar í dag, að því er fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins.

Gib­b­ons var sökuð um að hafa móðgað trú­ar­brögð mús­líma, kynt und­ir hat­ur og sýnt trú­ar­skoðunum annarra van­v­irðingu.

Hún mun afplána fanga­vist­ina í Kart­úm, höfuðborg Súd­ans, og að henni lok­inni mun Gib­b­ons verða vísað úr landi.

Gillian Gibbons mun sitja 15 daga á bak við lás …
Gilli­an Gib­b­ons mun sitja 15 daga á bak við lás og slá fyr­ir að hafa van­virt trú­ar­brögð mús­líma. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert