Hjón hljóta fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn miltisbrandi

Hjón í Hafnarfirði hljóta nú fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn miltisbrandi en maðurinn gerði lögreglu aðvart í kvöld um að hann hefði opnað erlenda póstsendingu og fengið yfir sig hvítt duft. Maðurinn opnaði í gær umslag með tímariti sem hann er áskrifandi að og fékk þá yfir sig torkennilegt duft. Hann varð áhyggjufullur vegna þessa og hafði því samband við lögreglu um sjöleytið í kvöld.

Hjónin búa í stórri íbúðarblokk við Miðvang í Hafnarfirði og hefur íbúð þeirra verið innsigluð. Eiturefnasveit slökkviliðsins var kölluð á vettvang. Tímaritið hefur verið sent í rannsókn og að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði munu niðurstöður liggja fyrir eftir um sólarhring.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka