Fartölvu stolið úr bát á Suðureyri

Lög­regl­unni á Ísaf­irði var til­kynnt laust fyr­ir há­degi í gær að farið hefði verið inn í línu­bát­inn Sunnu ÍS þar sem hann lá við bryggju á Suður­eyri og þaðan stolið far­tölvu. Í kjöl­far rann­sókn­ar bár­ust lög­reglu upp­lýs­ing­ar um að maður á Suður­eyri hefði verið að bjóða slíka tölvu til sölu. Maður­inn játaði þegar gengið var á hann að hafa tekið far­tölv­una og selt hana ung­um dreng á Suður­eyri.

Bæj­ar­ins besta.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert