Fartölvu stolið úr bát á Suðureyri

Lögreglunni á Ísafirði var tilkynnt laust fyrir hádegi í gær að farið hefði verið inn í línubátinn Sunnu ÍS þar sem hann lá við bryggju á Suðureyri og þaðan stolið fartölvu. Í kjölfar rannsóknar bárust lögreglu upplýsingar um að maður á Suðureyri hefði verið að bjóða slíka tölvu til sölu. Maðurinn játaði þegar gengið var á hann að hafa tekið fartölvuna og selt hana ungum dreng á Suðureyri.

Við frekari rannsókn á málinu kom einnig í ljós að maðurinn hafði stolið myndavél úr fórum starfsmanna fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri, sem hann hafði þegar verslað með. Bæði tölvunni og myndavélinni hefur nú verið skilað og komið til réttra eigenda. Bæjarins besta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka