Talsmaður heimastjórnar Palestínumanna segir að fyrirhuguðum fundi Colin Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, hafi verið frestað að kröfu Bandaríkjastjórnar. Hugsanlegt er að fundurinn verði haldinn á sunnudag.