Verslunarmannahelgaróveðrið gengið niður

Versl­un­ar­manna­helgaróveðrið virðist að mestu gengið niður sunn­an- og vest­an­lands en í morg­un var suðaust­læg átt, víða 3-8 metr­ar á sek­úndu og dá­lít­il rign­ing eða súld, en þurrt að mestu norðaust­an­lands. Hiti var 7 til 14 stig, hlýj­ast á Hall­ormsstað. Veður­stof­an ger­ir ráð fyr­ir svipuðu veðri í dag: suðlægri eða breyti­legri átt, yf­ir­leitt 3-8 m/​s, en gangi vest­an­til í norðvest­an og vest­an 5-8. Bú­ast má við dá­lít­illi rign­ingu eða súld víða um land fram eft­ir degi, en síðdeg­is stytt­ir upp.

Á morg­un er gert ráð fyr­ir frem­ur hægri vest­lægri eða breyti­legri átt, skýjuðu með köfl­um og þurru um mest allt land. Hiti verður 8 til 18 stig, hlýj­ast í innsveit­um aust­an­til.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert