Verslunarmannahelgaróveðrið virðist að mestu gengið niður sunnan- og vestanlands en í morgun var suðaustlæg átt, víða 3-8 metrar á sekúndu og dálítil rigning eða súld, en þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti var 7 til 14 stig, hlýjast á Hallormsstað. Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri í dag: suðlægri eða breytilegri átt, yfirleitt 3-8 m/s, en gangi vestantil í norðvestan og vestan 5-8. Búast má við dálítilli rigningu eða súld víða um land fram eftir degi, en síðdegis styttir upp.
Á morgun er gert ráð fyrir fremur hægri vestlægri eða breytilegri átt, skýjuðu með köflum og þurru um mest allt land. Hiti verður 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum austantil.