Bónus færir Mæðrastyrksnefnd matarmiða að verðmæti 25 milljóna

Jóhannes Jónsson afhendir Ásgerði Flosadóttur formanni Mæðrastyrksnefndar gjafabréfið í dag.
Jóhannes Jónsson afhendir Ásgerði Flosadóttur formanni Mæðrastyrksnefndar gjafabréfið í dag. mbl.is/Þorkell

Bónus færði Mæðrastyrksnefnd 25 milljón króna gjöf í dag í formi 5000 vörumiða. Mæðrastyrksnefnd mun úthluta miðunum í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar og Öryrkjabandalag Íslands. Miðunum verður úthlutað frá byrjun desember næstkomandi og fá handhafar þeirra vörur í verslunum Bónuss en verðgildi hvers miða er 5000 krónur.

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands var viðstaddur afhendinguna og þakkaði Bónusi og öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem færa Mæðrastyrksnefnd og líknarsamtökum gjafir. Þá þakkaði hann þeim sem standa að starfi líknarsamtaka. Einu sinni í viku er úthlutað fötum, matvælum og öðru hjá Mæðrastyrksnefnd. Þegar nær dregur jólum er opið daglega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka