Harry Potter slær met í aðsóknarmetum

Það er ekki aftur snúið úr þessu, hinn ungi Daniel …
Það er ekki aftur snúið úr þessu, hinn ungi Daniel Radcliffe er Harry Potter í augum milljóna bíóáhorfenda. Reuters

Fy­rsta my­nd­in eftir sög­unum um töfrad­r­enginn Ha­rry Pot­t­er og vini hans er þegar farin að slá hvert aðsóknar­m­etið á fæt­ur öðru vest­anha­fs. My­nd­in var frum­s­ýnd þar á föstudaginn og í lok fy­rsta sýning­ard­ags var þegar orðið ljóst að nýtt æði væri by­rjað. Þegar upp var staðið undir lok sunnudags kom það líka á daginn að eng­in mynd, hv­orki fyrr né síðar, hef­ur aflað eins mikilla tekna um frum­s­ýning­ar­helgi.

Áætlaðar tek­jur af sölu aðgöngu­miða frá föstudegi fram á sunnudag hljóða upp á 93,5 milljónir dollara eða rú­m­lega 10 milljarða kr­óna. Fy­rra metið var orðið fjög­u­rra og hálfs árs gamalt en það átti The Lost World, önnur ris­aeðlu­m­y­nd Spi­elber­gs, en tek­jur af henni fy­rstu sýning­ar­helgi voru ríflega 20 milljónum dollara lægri. Það sem meira er, út­lit er fy­r­ir, ef þessi tek­j­u­áæt­lun framleiðenda Ha­rry Pot­t­er, Warner-bræðra, stenst, að my­nd­in slái einnig nau­m­lega fjög­u­rra daga met ris­aeðlu­m­y­ndarinnar en hún var sýnd um svokallaða langa helgi, frí­helgi, þegar tek­jur af mánudagsaðsókn voru teknar með í spilið. Önnur met sem féllu þar að auki voru efti­r­farandi: Nóvem­berf­rum­s­ýning­ar­m­et sem Mons­ter Inc. setti fy­r­ir tvei­m­ur vi­kum er nú Ha­rry Pot­t­ers, eng­in mynd hef­ur verið frum­s­ýnd sa­mt­í­m­is í eins mör­gum kv­ik­m­y­nd­as­ölum (3.672 tals­ins), og my­nd­in gerði sér þar að auki lítið fy­r­ir og sló aðsóknar­m­et hvers sýning­ard­ags um helg­ina fy­r­ir sig, þ.e. eng­in mynd hef­ur halað inn eins mi­klar tek­jur á föstudegi, la­ugard­egi og sunnudegi, hver­jum fy­r­ir sig. Annað met sem er ör­uggl­ega fallið þegar hér er komið sögu er að eng­in mynd hef­ur verið eins fljót að afla 100 milljóna dala í tek­jur en það met var áður í höndum The Phant­om Menace. Eftir þessa meta­hrinu er vonlegt að menn séu farnir að velta fy­r­ir sér hv­ort my­ndinni takist hið svo gott sem óm­ög­u­lega, að slá yf­i­rburðaaðsóknar­m­et Titanic á heim­s­vísu. Það kem­ur þó ekki í ljós fyrr en eftir nok­kra mánuði hv­ort það met er í hættu en ly­killinn á bak við velg­en­g­ni Titanic var einm­itt hversu lí­fseig hún var.

Að vonum eru aðstand­end­ur my­ndarinnar hjá Warner hi­m­inlifandi og viðurkenna fús­ir að bj­artsýnustu menn hefðu ekki þorað að spá fy­r­ir um viðtö­kurnar. Allt út­lit er enda fy­r­ir að my­nd­in verði tek­j­u­hæsta mynd fy­ri­rt­ækis­ins frá uppha­fi og slái þar með út metaðsóknar­m­y­nd­ir á borð við Batm­an- og Lethal Wea­pon-bálkana.

Í Br­et­landi hef­ur my­nd­in og slegið viðlíka met og rey­nd­ust tek­jur af henni fy­rstu sýning­ar­helg­ina nær helm­ingi hærri en af The Phant­om Menace, sem átti eld­ra frum­s­ýning­ar­m­etið.

My­nd­in verður frum­s­ýnd víðast hvar ann­ars staðar í heim­inum á næstu tvei­m­ur vi­kum, en hér heima hefj­ast sýning­ar föstudaginn 30. nóvem­ber í nokk­rum af helstu kv­ik­m­y­nda­húsum lands­ins. Að sögn Róberts West­leys, markaðsfu­llt­rúa hjá Sa­mbíó­unum, hafa þegar selst yfir 2.000 miðar í fors­ölu sem sýnir að áhu­gi Íslen­d­inga á ljóslifandi Ha­rry Pot­t­er er síst minni en annar­ra.

ska­r­pi@mbl.is

Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Hver sem truflunin er, tekst þér að snúa henni þér í hag. Hlustaðu af athygli, en geymdu viðbrögð þar til þú hefur hugsað málið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Hver sem truflunin er, tekst þér að snúa henni þér í hag. Hlustaðu af athygli, en geymdu viðbrögð þar til þú hefur hugsað málið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar