Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom fram í barnaþættinum Sesame Street á dögunum og sagði meðal annars að stjórnmálamenn gætu lært ýmislegt af brúðunum í þættinum. Annan var boðið að koma í þáttinn til að kenna börnum að leysa ágreiningsefni sín á milli. Hann skarst í leikinn þegar brúðan Elmo var að þrátta við vin sinn um hvor þeirra ætti að fá að syngja lagið um stafrófið og fékk Annan þá til að sættast á að syngja lagið saman.
Annan sagði að þættinum loknum að það hefði verið honum mikill heiður að fá að koma þar fram. "Ég vona að við höfum náð að kynna fyrir börnunum markmið Sameinuðu þjóðanna og hvað það er mikilvægt að skilja hvert annað og vinna saman að markmiðunum," sagði Annan meðal annras. Sesame Street hefur verið á dagskrá síðan árið 1969.