Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom fram í barnaþættinum Sesame Street á dögunum og sagði meðal annars að stjórnmálamenn gætu lært ýmislegt af brúðunum í þættinum. Annan var boðið að koma í þáttinn til að kenna börnum að leysa ágreiningsefni sín á milli. Hann skarst í leikinn þegar brúðan Elmo var að þrátta við vin sinn um hvor þeirra ætti að fá að syngja lagið um stafrófið og fékk Annan þá til að sættast á að syngja lagið saman.