Mikil vinna eiginkvenna hættuleg heilsu makans

Eiginmenn mega vara sig. Mikil vinna eiginkvenna þeirra getur verið heilsuspillandi fyrir þá. Sú er a.m.k. niðurstaðan úr rannsókn Ross Stolzenberg, félagsfræðings við Háskólann í Chicago. Hann komst að því, að eiginmenn kvenna sem unnu meira en 40 tíma á viku voru umtalsvert heilsuveilli en aðrir kvæntir menn. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós, að langur vinnutími eiginmanna hafði engin skaðleg áhrif á heilsufar eiginkvenna þeirra, hvort sem þær unnu utan heimilisins eða ekki.

En það er hægt að túlka niðurstöðurnar á annan veg, sem Stolzenberg sagði að ef til vill hefði best komið fram í titli ritgerðar er birtist á áttunda áratugnum: Varúð, kynhlutverk karla kann að vera heilsuspillandi.

Greining Stolzenbergs birtist nýverið í tímaritinu American Journal of Sociology, og byggist á upplýsingum er safnað var 1986 frá 2.867 fullorðnum einstaklingum. Tekið var viðtal við þátttakendurna þremur árum síðar. Í báðum tilfellum voru þátttakendur beðnir að meta heilsufar sitt á bilinu frá "frábært" til "slakt". (Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að svona sjálfsmat er nákvæmara en mat læknis, segir Stolzenberg).

Aukavinna bætir heilsufar

Stolzenberg fékk staðfest það sem þegar var vitað, þ.e., að hjónaband er heilsusamlegt. Bæði kvæntir menn og giftar konur voru mun líklegri en einhleypingar til að segja að heilsufar sitt væri gott. Einnig kom í ljós að langur vinnudagur hafði engin sýnileg áhrif á heilsufar bæði karla og kvenna. Aukavinna virtist meira að segja bæta heilsufar flestra karla.

Stolzenberg varð fyrst undrandi á niðurstöðunum þegar hugað var að áhrifum vinnu kvenna á eiginmenn þeirra. "Færri en 40 vinnustundir eiginkvenna á viku höfðu engin áhrif á heilsu eiginmannanna, en fleiri en 40 stundir höfðu talsvert neikvæð áhrif," segir Stolzenberg.

Hvers vegna skyldi vinnugleði konu vera hættuleg heilsu eiginmanns hennar? Stolzenberg segir að ástæðan sé að stórum hluta sú, að eiginmenn og eiginkonur hafi enn ólíkum hlutverkum að gegna í hjónabandinu - og það er enn að miklu leyti hlutverk konunnar að gæta að heilsu fjölskyldumeðlimanna.

"Konum er innrætt frá barnæsku að bæta heilsufar fjölskyldunnar, huga að heilsunni, vera meðvitaðar um sjúkdómseinkenni. Það eru líka þær sem eru líklegri til að koma á félagslegum samskiptum, og þægileg samskipti virðast auka heilbrigði vegna þess að þau eru einhver besta leið sem vitað er um til að draga úr streitu," fullyrðir Stolzenberg.

Hann komst að því, að konur sem vinna langan vinnudag höfðu minni tíma til að gera hluti eins og að minna eiginmenn sína á að borða heilsusamlegan mat eða taka lyf, og annast að öðru leyti heilsu eiginmanna sinna.

The Washington Post.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir