67% félagsmanna Samtaka iðnaðarins vilja taka upp evru

Meirihluti félagsmanna í Samtökum iðnaðarins vilja taka upp evru í …
Meirihluti félagsmanna í Samtökum iðnaðarins vilja taka upp evru í stað íslensku krónunnar. AP

67% félagsmanna í Samtökum iðnaðarins eru fylgjandi því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónunnar. Þetta kom fram í niðurstöðu nýrrar viðhorfskönnunar Gallup um ESB og evru meðal almennings og félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem kynnt var á ráðstefnu um ESB og Evruaðild sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir í gær.

Könnunin var gerð meðal almennings og byggð á 1200 manna slembiúrtaki þar sem svarhlutfallið var 68,3%. Spurt var: „Ertu hlynntur því eða andvígur að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónunnar?“ 44% almennings sögðu já, 45% sögðu nei en 11% tóku ekki afstöðu. Hins vegar sögðu 67% félagsmanna SI já, 30% sögðu nei og einungis 3% tóku ekki afstöðu. Þá var spurt: „Ertu fylgjandi eða andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu?“ 49,9% svarenda sögðust fylgjandi ESB-aðild, 37% sögðust andvíg en 13,1% tóku ekki afstöðu. Sama spurning var lögð fyrir lagskipt tilviljunarúrtak úr félagaskrá Samtaka iðnaðarins, samtals 500 félagsmenn og var svarhlutfallið 79,8%. 57,8% félagsmanna SI sögðu já, 30% sögðu nei og 12,2% tóku ekki afstöðu. Samtök iðnaðarins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert