Niðurstöður viðhorfsrannsóknar, sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins dagana 14. til 26. febrúar, sýna svo að ekki verður um villst, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur að hefja eigi viðræður um aðild að ESB. Þetta kemur heim og saman við afstöðu félagsmanna Samtaka iðnaðarins í könnun sem Gallup gerði sl. haust.
Samtök iðnaðarins.