„Limlesting á kynfærum kvenna“ notað í íslenskum lögum um „umskurn kvenna"

Alls­herj­ar­nefnd fjallaði tölu­vert um hug­taka­notk­un í af­greiðslu sinni á frum­varpi um breyt­ing­ar á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um varðandi lim­lest­ingu á kyn­fær­um kvenna en í grund­vallar­efn­is­skil­yrði ákvæðis­ins er það skil­greint þannig að kyn­færi stúlku­barns séu að hluta eða að öllu leyti fjar­lægð.

Í frum­varp­inu og grein­ar­gerð með því er notað hug­takið „lim­lest­ing á kyn­fær­um kvenna“ yfir þann verknað sem stund­um er kallaður umsk­urn kvenna ensk hug­takið „female genital mu­tilati­on“, skammstafað FGM, hef­ur unnið sér fast­an sess í alþjóðleg­um umræðum um verknaðinn.

Nefnd­in valdi hins veg­ar að nota hug­takið „lim­lest­ing á kyn­fær­um kvenna“ og taldi ljóst út frá sam­hengi frum­varps­ins og grein­ar­gerðar með því að átt sé við verknað sem fell­ur und­ir þetta hug­tak.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert