Náttúruverndarsamtök Íslands segja raforkuverð til Alcoa lægra en talið var

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands segj­ast hafa aflað upp­lýs­inga um það orku­verð, sem samið hafi verið um við Alcoa vegna ál­vers í Reyðarf­irði. Segja Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in, að verðið sé nokkru lægra, en miðað var við í arðsem­is­mati, sem sam­tök­in létu vinna árið 2002.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands segja á heimasíðu sinni, að miðað við spá Lands­virkj­un­ar um þróun ál­verðs, sem byggi á lang­tíma­fram­leiðslu­kostnaði, ætti ál­verðið að vera 1564 dal­ir á tonn þegar áætlað er að orku­sala til Alcoa hefj­ist. Miðað við þessa tölu verði orku­verðið 17,4 mills á kwst. Miðað við nú­ver­andi gengi dals sé verðið því um 1,20 krón­ur en orku­verð er bein­tengt ál­verði.

„Um­rætt verð er nokkru lægra en miðað var við í arðsem­is­mati sem Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in létu vinna árið 2002. Sam­kvæmt því mati er nú­v­irði Kára­hnjúka­virkj­un­ar nei­kvætt um 40 millj­arða króna miðað við eðli­lega ávöxt­un­ar­kröfu, að því gefnu að kostnaðaráætl­un stand­ist. Þá er ótal­inn 2,6 millj­arða beinn styrk­ur rík­is­ins til Alcoa og kostnaður vegna tafa á af­hend­ingu orku til Alcoa en flest bend­ir til að af­hend­ing orku tefj­ist veru­lega vegna van­mats Lands­virkj­un­ar á fram­kvæmda­áhættu," segja Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert