Fullyrðingar um mengun frá olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum standast ekki

Árni Finnsson segir ráðherra ekki vita af mengunarþættinum í tengslum …
Árni Finnsson segir ráðherra ekki vita af mengunarþættinum í tengslum við hugmyndir um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Það sé óprúttin leikur að veifa 500 störfum fyrir framan fólk þegar starfsemin uppfyllir ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga Mynd/ÞÖK

„Olíu­hreins­un­ar­stöð á Vest­fjörðum gæti ekki fallið und­ir hið ís­lenska ákvæði sem veit­ir málmbræðslu­fyr­ir­tækj­um á Íslandi und­anþágu fyr­ir los­un 8 millj­óna tonna af kolt­ví­sýr­ingi á tíma­bil­inu 2008 – 2012." Þetta seg­ir Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands. Hann sagði í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins það vera ákaf­lega slakt að ráðherr­ar viti ekki af meng­un­arþætt­in­um í þessu verk­efni. Það hafi ber­lega komið í ljós þegar þeir spyrtu áætlan­ir um olíu­hreins­un­ar­stöð á Vest­fjörðum við aðrar lausn­ir í at­vinnu­mál­um Vest­f­irðinga í gær.

„Það er óprútt­inn leik­ur að veifa 500 nýj­um störf­um fram­an Vest­f­irðinga í ljósi þess að sú starf­semi um ræðir stenst ekki skuld­bind­ing­ar Íslands sam­kvæmt Kyoto-bók­un­inni “ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem Árni sendi út frá sér í dag. „Sömu­leiðis er það veru­lega slakt að æðstu ráðamenn þjóðar­inn­ar virðast hvorki meðvitaðir um þær skuld­bind­ing­ar né hitt að rík­is­stjórn­in hef­ur markað sér lofts­lags­stefnu sem fel­ur í sér að dregið verði úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 50-75% fyr­ir 2050. Tals­menn hug­mynda um bygg­ingu olíu­hreins­un­ar­stöðvar á Vest­fjörðum virðast lítt eða alls ekki upp­lýst­ir um meng­un frá slíkri stöð. Þær yf­ir­lýs­ing­ar sem frá þeim hafa komið stand­ast ekki og stang­ast á."

Í yf­ir­lýs­ingu Árna bend­ir hann á að fram hafi komið að gert er ráð fyr­ir fram­leiðslu er nem­ur 150 þúsund tunn­um á dag. Miðað við fram­leiðslu 365 daga á ári ger­ir það nærri 8,5 millj­ón­ir tonna árs­fram­leiðslu. Sam­kvæmt sænsk­um staðli má gera ráð fyr­ir að 120 þúsund tonn af kolt­ví­sýr­ingi (CO2) mynd­ist við hreins­un á 1 millj­ón tonna af olíu. Sam­kvæmt því yrði los­un kolt­ví­sýr­ings vegna olíu­hreins­un­ar­stöðvar á Vest­fjörðum með 8,5 millj­ón tonna fram­leiðslu­getu ríf­lega ein millj­ón tonn af kolt­ví­sýr­ingi á ári, eða 1.020.000 tonn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert