Guðjón Ólafur: „Umfjöllun má ekki einkennast af dylgjum"

Guðjón Ólaf­ur Jóns­son, alþing­ismaður hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna frétta­flutn­ings DV í dag, sem m.a. var vísað til í frétt­um Rík­is­sjón­varps­ins í kvöld. Þar ít­rek­ar hann m.a. að mál stúlku sem fékk rík­is­borg­ara­rétt eft­ir fimmtán mánaða dvöl á Íslandi hafi fengið að öllu leyti eðli­lega og sam­bæri­lega af­greiðslu í alls­herj­ar­nefnd eins og öll önn­ur mál um rík­is­borg­ara­rétt sem þar voru til um­fjöll­un­ar fyr­ir þinglok. Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

    Í til­efni af frétta­flutn­ingi DV í dag, sem m.a. var vísað til í frétt­um Rík­is­sjón­varps­ins í kvöld, tel ég nauðsyn­legt að taka eft­ir­far­andi fram:

    Lýs­ing á því hvernig staðið var að meðferð og af­greiðslu mála í und­ir­nefnd alls­herj­ar­nefnd­ar Alþing­is, þ.m.t. talið þess máls sem frétt­in fjall­ar um að öðru leyti, er röng. Niðurstaða und­ir­nefnd­ar alls­herj­ar­nefnd­ar í hverju til­viki um hvort lagt skuli til að rík­is­borg­ara­rétt­ur verði veitt­ur eða ekki er sam­eig­in­leg niðurstaða þeirra þriggja þing­manna sem þar sitja, eft­ir at­vik­um að und­an­gengn­um umræðum. Um­rætt til­vik var í engu frá­brugðið öðrum að því leyti. Beitti ég um­rædda nefnd­ar­menn hvorki þrýst­ingi við af­greiðslu máls­ins né var beitt­ur þrýst­ingi af þeim eða öðrum.

    Ég ít­reka það sem áður hef­ur verið haft eft­ir mér, Bjarna Bene­dikts­syni og Guðrúnu Ögmunds­dótt­ur að um­rætt mál fékk að öllu leyti eðli­lega og sam­bæri­lega af­greiðslu í alls­herj­ar­nefnd eins og öll önn­ur mál um rík­is­borg­ara­rétt sem þar voru til um­fjöll­un­ar fyr­ir þinglok. Hef­ur það og verið staðfest með töl­fræðileg­um gögn­um frá alls­herj­ar­nefnd að af­greiðsla máls­ins var á eng­an hátt sér­stök og efn­is­leg rök að baki veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar sam­bæri­leg fjölda annarra til­vika.

    Þrátt fyr­ir að það sé utan verksviðs alls­herj­ar­nefnd­ar er rétt að nefna að til viðbót­ar hef­ur verið staðfest af hálfu dóms­málaráðuneyt­is og Útlend­inga­stofn­un­ar að af­greiðsla um­ræddr­ar um­sókn­ar var sam­bæri­leg við af­greiðslu annarra um­sókna sem ber­ast ráðuneyt­inu skömmu fyr­ir þinglok.

    Ég dreg ekki í efa að veit­ing rík­is­borg­ara­rétt­ar með lög­um frá Alþingi sé rétt­mætt um­fjöll­un­ar­efni fjöl­miðla. Slík um­fjöll­un má þó ekki ein­kenn­ast af dylgj­um og raka­laus­um full­yrðing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka