Jón Sigurðsson segir af sér formennsku

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Jón Sig­urðsson hef­ur sagt af sér for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hann hef­ur sett kveðju til flokks­manna á vefsíðu Fram­sókn­ar­flokks­ins þar sem seg­ir, að við nú­ver­andi aðstæður sé óhjá­kvæmi­legt að formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi aðgang að ræðustól Alþing­is. Jón seg­ir, að það sé lyk­ill að kröft­ugu starfi og ein­ingu inn­an flokks­ins.

Jón seg­ir eðli­legt að Guðni Ágústs­son, vara­formaður, taki við for­mennsku flokks­ins en hann muni áfram aðstoða við upp­bygg­ingu og starf. Mun Guðni nú taka við sem leiðtogi og aðaltalsmaður flokks­ins.

Í til­kynn­ingu sinni seg­ir Jón að hann hafi ekki náð kjöri í alþing­is­kosn­ing­un­um 12. maí sl. og í kjöl­farið tekið þá ákvörðun að segja af sér for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hann hafi und­an­farna daga kynnt þessa ákvörðun öðrum for­ystu­mönn­um flokks­ins og trúnaðarmönn­um í kjör­dæmi sínu.

Jón sagði á blaðamanna­fundi í morg­un, að biðin hafi verið óhjá­kvæmi­leg og end­an­leg ákvörðun ekki verið mótuð fyrr en síðdeg­is í gær.

Nýrri rík­is­stjórn lýs­ir Jón sem hægris­innaðri ný­frjáls­hyggju­stjórn, aðspurður um það hvort hann vildi út­skýra þess skil­grein­ingu frek­ar sagðist hann ekki vilja það þar sem mál­efna­samn­ing­ur stjórn­ar­inn­ar hefði ekki verið birt­ur, en sagðist hafa góðar ástæður fyr­ir þess­um um­mæl­um sín­um. Guðni Ágústs­son tók und­ir þessi orð.

Jón sagðist ekki líta svo á að fylgi flokks­ins hefði hrunið þótt það hafi minnkað frá síðustu kosn­ing­um, fylgið hafi verið meira en kann­an­ir sýndu mánuðina fyr­ir kosn­ing­ar og svipað og í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um á síðasta ári. Sagðist Jón frek­ar líta svo á að flokk­ur­inn hefði haldið sjó. Hann sagðist þó ekki gera lítið úr sinni ábyrgð á út­komu flokks­ins í ný­af­stöðnum kosn­ing­um en að ljóst væri að fólk vildi breyt­ing­ar eft­ir langt og far­sælt stjórn­ar­sam­starf.

Jón sagðist alls ekki sjá eft­ir þeirri ákvörðun sinni að taka við flokkn­um, hon­um hafi þótt mjög gam­an að koma að starfi flokks­ins eft­ir hlé þar sem hann sinnti starfi þar sem hon­um gafst ekki kost­ur á stjórn­málaþát­töku.

Vefsiða Fram­sókn­ar­flokks­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert