Framkvæmdir við heilsulind á Laugarvatni hefjast í ágúst

Frá gufubaðinu á Laugarvatni.
Frá gufubaðinu á Laugarvatni. Kári Jónsson

Framkvæmdir við 750 fermetra heilsulind við gufubaðið á Laugarvatni hefjast um miðjan ágúst. Áætlað er að þeim verði lokið um mitt næsta ár en í millitíðinni verður gufubaðið lokað. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.is.

„Núverandi mannvirki verða rifin og byggð mun stærri aðstaða með tengingu við Laugarvatn. Þannig verður með góðu móti hægt að taka á móti ríflega hundrað gestum í einu,“ segir Anna G. Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Bláa lónsins, en dótturfélag þess, Íslenskar heilsulindir, mun sjá um rekstur nýja gufubaðsins. Fyrirtækið Gufa ehf. kostar hinsvegar uppbyggingu á staðnum og er fjármagn fyrir framkvæmdunum alveg í höfn, að sögn Önnu á vefnum sudurland.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert