Reykur frá járnblendiverksmiðjunni Grundartanga

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga.
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. mbl.is

Mannleg mistök urðu þess valdandi að talsverður reykur slapp út úr ofni í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í dag. Óhöpp sem þessi verða nokkrum sinnum í viku að sögn deildarstjóra hjá járnblendinu þó tekst yfirleitt að komast fyrir lekann fyrr en í dag. Oddviti Kjósarhrepps segir járnblendið sleppa reyknum út eftir þörfum. RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum.

Talsverður reykur slapp út úr Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í dag. Of mikill hiti myndaðist í einum af þremur ofnum verksmiðjunnar með þeim afleiðingum að sjálfvirkur hreinsibúnaður opnaði reyknum leið út í andrúmsloftið. Reykurinn streymdi hindrunarlaust í 10 mínútur.

Þórður Magnússon, deildarstjóri framleiðsludeildar Járnblendisins, segir mannleg mistök hafa orðið til þess að örygginu var ekki slegið inn fyrr. Þórður segir að losunin sé innan þeirra marka sem heimildir gera ráð fyrir. Þá sé reykurinn ekki hættulegur, aðallega sé þetta kísilryk og gufa, að því er fram kemur á vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka