Árs fangelsi fyrir barnaklám

Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms í Héraðsdómi Reykjavíkur. Var maðurinn að auki dæmdur til að sæta upptöku á tölvubúnaði og að greiða málsvarnarlaun.

Í fórum hans fannst á fimmta þúsund ljósmynda og sjö kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en hann hafði útvegað sér efnið í gegnum Netið. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir hliðstæð brot og einnig fyrir kynferðisbrot gegn drengjum, en við ákvörðun refsingar var tekið tillit til fyrri brota hans og komu þau til hegningarauka.

Öll refsingin óskilorðsbundin

Að sögn Sigríðar J. Friðjónsdóttur, saksóknara sem sótti málið fyrir hönd embættis ríkissaksóknara, hafa áður fallið dómar þar sem sakborningar hafa hlotið 12 mánaða fangelsi fyrir vörslu barnakláms, en þessi dómur sé þyngstur að því leyti að öll fangelsisvistin var ákvörðuð óskilorðsbundin. Það hafi líklega ekki gerst áður.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka