Starfsmennirnir á launaskrá hjá Arnarfelli

Starfsmenn Arnarfells vinna hörðum höndum að borun og fóðringum í …
Starfsmenn Arnarfells vinna hörðum höndum að borun og fóðringum í Jökulsárveitugöngum og vinna þar á mörgum stöðum samtímis. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Ekkert varð úr því að Vinnumálastofnun stöðvaði starfsemi tveggja undirverktaka Arnarfells, fyrirtækjanna Hunnebek Polska og GT verktaka, í gær. Stofnunin yfirfer nú gögn frá Hunnebek um 30 starfsmenn þeirra við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar, m.t.t. þess hvort þeim hafi verið greidd laun skv. íslenskum launatöxtum.

Voru mennirnir óskráðir en hafa nú fengið bráðabirgðaskráningu og segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, málin muni skýrast frekar í dag. Skráningarmál GT verktaka, sem unnið hafa fyrir Arnarfell, munu einnig hafa verið í ólagi og því þótti ástæða til að kanna þeirra mál einnig hjá stofnuninni.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert