Í dag fellur útburður á höfuðborgarsvæðinu niður vegna veðurs. Dreift verður á meirihluta höfuðborgarsvæðisins á morgun. Seinkun verður á dreifingu til þeirra fyrirtækja sem eru í fyrirtækjaþjónustu og bílar á Seltjarnarnes og í Hafnarfjörð verða ekki sendir fyrr en veður gengur niður, samkvæmt frétt á vef Íslandspósts.