Flugi aflýst

Horft yfir Keflavíkurflugvöll.
Horft yfir Keflavíkurflugvöll. mbl.is/ÞÖK

Mjög hvasst er á Keflavíkurflugvelli og hefur öllu morgunflugi verið aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá flugstjórn á Keflavíkurflugvelli er mælist vindhraðinn vera um 33 metrar á sekúndu í hviðum. 

Iceland Express stefnir að því að leggja af stað frá Keflavíkurflugvelli kl. 12. Það mun hinsvegar skýrast síðar í dag. Vélum Icelandair mun einnig seinka í dag vegna veðurs. Flugfarþegar eru hvattir til þess að fylgjast með flugupplýsingum á vefsíðum flugfélaganna, á textavarpinu og á mbl.is.

Vindurinn stendur illa á brautirnar í hvassri suðaustanátt þannig að erfiðara er að taka af stað og lenda á vellinum heldur en þegar vindurinn stendur beint á brautirnar.

Upplýsingar um millilandaflug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka