Stórt grenitré lét undan veðri

mbl.is/Júlíus

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu felldi síðdegis í dag um sex metra hátt grenitré sem stóð í garði við Langholtsveg, en hafði látið undan veðurhamnum í dag og var farið að hallast út yfir götuna.

Hætta var talin á að tréð myndi falla og var því komið á það böndum, það fellt í heilu lagi. Var þetta gert í samráði við eiganda. Þetta var eitt hæsta grenitréð við Langholtsveginn, líklega um 50 ára gamalt.

Slökkviliðið felldi fyrr í dag ösp í garði við Fjólugötu. Hafði tréð klofnað í veðrinu og hluti þess hallaði út yfir götuna.

mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert